Sterk virðiskeðja byrjar á ábyrgum birgjum

Birgjamat Laufsins veitir stjórnendum yfirsýn yfir hvernig birgjar og samstarfsaðilar standa að umhverfismálum, félagslegum þáttum og stjórnarháttum. Þjónustan hjálpar fyrirtækjum að greina áhættu, draga úr veikleikum og byggja upp traust innan virðiskeðjunnar.

Með því að senda birgjamat á eitt eða fleiri fyrirtæki í einu fá stjórnendur samanburðarhæf gögn sem sýna hvar helstu tækifæri liggja. Þannig verður auðveldara að stýra áhættu, styrkja orðspor og tryggja ábyrga rekstrarhætti út fyrir eigin starfsemi.

Með örfáum skrefum geta stjórnendur sent beiðni á alla helstu birgja sína og fengið yfirsýn yfir stöðu þeirra í umhverfis- og samfélagsmálum.